136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:20]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að það voru aðilar sem komu sér saman um þetta og það má segja að ef einhverjir semja um eitthvað og skuldbinda ákveðinn hóp manna sé um þvingun að ræða. Það er hægt að kalla það þvingaðan sparnað. Ég lít hins vegar þannig á að þegar aðilar gera samkomulag sín á milli á frjálsum grunni hafi þeir ákveðið umboð og einhverjir hafi veitt þeim það umboð og menn geta verið misjafnlega sáttir við það en í ræðu hv. þingmanns kom jú fram að það væri eins og ríkisvaldið hefði komið þessu á. Það var sá punktur sem ég vildi koma á framfæri, þetta er ekki þess eðlis að ríkisvaldið hafi neytt okkur í þetta, heldur er þetta samkomulag á milli aðila.

En við erum hér að ræða ákveðið frumvarp með ákveðnum tillögum og mig langar að vita hvort hv. þingmaður sé fylgjandi frumvarpinu eins og það er eða hvort hann sé fylgjandi breytingartillögu hv. þm. Péturs H. Blöndals.