136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:21]
Horfa

Jón Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að taka af öll tvímæli er ég miðað við það sem fyrir liggur — þetta er alltaf spurningin um hvað má gera skást úr hlutum — og með tilliti til þess get ég sagt að ég er fylgjandi tillögu hv. þm. Péturs H. Blöndals. Hitt er annað mál að varðandi þau atriði sem við komum inn á og sem var eiginlega þungamiðjan í því sem hv. þingmaður spurði um, þ.e. með hvaða hætti ríkisvaldið kom inn í þetta mál, þá kom ríkisvaldið inn í það með því að setja ákveðna löggjöf um það sem gerði það að verkum að hver einasti borgari sem vinnur fyrir atvinnutekjum var skyldaður til þess að greiða þessa fjárhæð í lífeyrissjóði og síðan var þessi fjárhæð með lögum hækkuð úr 10% í það sem um er að ræða nú.

Það var að hluta til það sem ég var að tala um í ræðu minni áðan, mér fannst þar vera farið yfir öll eðlileg mörk í þvinguðum sparnaði einstaklingana.