136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að stóra einstaka málið sé að þetta er í rauninni alltaf hvor sín hliðin á sama peningnum. Fólk er að eignast húsnæði sem það greiðir á 20, 30 árum og síðan er það að safna upp lífeyrissparnaði. Eins og staðan er nákvæmlega núna er þetta erfitt fyrir fólk vegna þess að skuldirnar hafa aukist og ráðstöfunartekjur minnkað og þess vegna erum við tilbúin til þess að sækja í lífeyrissparnaðinn. Í prinsippinu eru menn sammála um það. Því miður, eins og hv. þm. Guðfinna S. Bjarnadóttir benti á í andsvari sínu, hafa menn ekki fundið vænlega leið til að gera hlutina þannig að fólki muni um það og í annan stað, eins og hv. þm. Guðfinna S. Bjarnadóttir benti á, er þetta líka hætta fyrir lífeyrissjóðina.

Það verður að segjast eins og er að þetta er afskaplega slæmt, ég tala nú ekki um (Forseti hringir.) eftir allan þann tíma sem ríkisstjórnin hafði til að undirbúa málið.