136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:02]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Aumingjalegra svar hef ég ekki heyrt lengi í sölum Alþingis. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson reyndi ekki að svara spurningu minni um það hvernig stendur á því að hann samþykkti frumvarpið við 2. umr., breytingartillögurnar sem þá voru fluttar og frumvarpið þannig breytt, en kemur svo hér við 3. umr. og finnur því allt til foráttu. Svo er kallað hér utan úr sal af hv. þm. Birni Bjarnasyni að breytingartillaga sé komin. Bíddu, hún lá fyrir við 2. umr., var að vísu kölluð aftur til 3. umr. (Gripið fram í.) Hún lá fyrir í nefndinni líka og efni hennar hafði verið rætt. (Gripið fram í.) Í framsöguræðu fjármálaráðherra með þessu máli í 1. umr. reifaði hann þessi sjónarmið líka. (Gripið fram í.) Þau voru kunn hv. þm. Birni Bjarnasyni og öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Hvernig væri að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi sér að því að ljúka þessari umræðu og afgreiða þetta mikilvæga mál fyrir heimilin í landinu? (Gripið fram í.) Í staðinn stendur hann hér og hver kemur á fætur öðrum og heldur uppi málþófi. (Gripið fram í.) Það er Sjálfstæðisflokknum til skammar. (Gripið fram í.)