136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:15]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta er náttúrlega makalaus umræða af hálfu hv. þm. Grétars Mars Jónssonar. Hann hefur ekki veitt þessu máli þá eftirtekt og virðingu að vera hér í kvöld við umræðuna. Þetta er fyrrverandi forustumaður í launþegasamtökum. Hann er ekki mikið að huga að því hvernig hlutur fyrrverandi umbjóðenda hans kemur út eftir að þessu máli lýkur hér. Og hv. þm. Birkir J. Jónsson talar um að verið sé að tefja mál, mál sem hefur margkomið fram að var ekki unnið eins og hafði verið lofað og ámálgað við þingmenn við 2. umr. að farið yrði mjög vel ofan í. (Forseti hringir.) Það er rétt, hæstv. forseti, að ítreka það að við sjálfstæðismenn greiddum þessu máli atkvæði okkar við 2. umr. vegna þess að það átti að fara (Forseti hringir.) svo vel ofan í það á milli 2. og 3. umr. Það loforð var gefið.