136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:19]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs til að fá upplýsingar um hvernig hæstv. forseti sér fyrir sér að þingfundi verði fram haldið. Það má ekki skilja það þannig að spurning mín lúti að því að ég sé ekki reiðubúinn til að ræða mál hér en við vorum sammála um það þegar þingsköpum var breytt að Alþingi ætti að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Ég á sjálfur heima hjá mér lítil börn sem þarf að sinna og ég mundi vilja fá að vita hjá hæstv. forseta, sem ég veit að hefur skilning á þessu sem fyrrverandi skólastjóri, hversu lengi hann ætlar að halda þingfundi áfram svo fólk í minni stöðu geti gert ráðstafanir ef hæstv. forseti hyggst halda þingfundi áfram. Þannig að fólk með börn (Forseti hringir.) og fjölskylduábyrgð geti fengið (Forseti hringir.) að vita hvernig hæstv. forseti hyggst haga málum hér í framhaldinu.