136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:20]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti getur upplýst að hann ræður ekki lengd þingfundarins hvað varðar það hverjir vilja taka til máls. Hér hefur komið fram einlæg ósk um að ræða þetta mál ítarlega og menn hafa sett sig á mælendaskrá og vilja fá að fylgja því eftir og forseti mun verða við því að funda fram á nótt til að menn komi skoðunum sínum að.