136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:22]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér fundust svör hæstv. forseta heldur óskýr. Ég spurði hann í fullri vinsemd hversu lengi hann teldi að þingfundur stæði og vísaði til þess að ég þyrfti að fá að vita það vegna þess að ég er með ung börn á framfæri og þarf nauðsynlega að fá að vita hvernig þingstörfum verður hagað þannig að ég geti gert ráðstafanir á heimili mínu. Ég vonaðist til þess að gamall skólastjóri eins og hæstv. forseti gæti látið svo lítið að láta mig vita nokkurn veginn hversu lengi hann telur að þingfundi verði fram haldið til að ég geti gert nauðsynlegar ráðstafanir svo ég geti sinnt þeim skyldum sem mér er ætlað að sinna hér í störfum mínum á þingi. Ég óska eftir því að hæstv. forseti verði við þessari vinsamlegu beiðni minni um að fá upplýsingar um hversu lengi fundi verður hér fram haldið af þeim ástæðum sem ég hef þegar lýst.