136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:25]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að þau tilmæli, sem hér hafa komið fram um að það verði skýrt nánar hvernig hæstv. forseti ætlar að halda hér áfram þingstörfum inn í nóttina, séu mjög vinsamleg. Svörin sem hann kom með voru mjög óskýr, hann talaði um að umræðan gæti hugsanlega tekið hálftíma í viðbót og ég spyr þá hæstv. forseta: Er hann að tala um að hætta um miðnætti, mátti skilja orð hæstv. forseta þannig að meining hans væri að hætta um miðnætti? Með góðum vilja mátti skilja það þannig en ég er ekki alveg viss um að það hafi komið nægilega skýrt fram.