136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:28]
Horfa

Jón Magnússon (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim hv. þingmönnum sem hér hafa spurst fyrir um með hvaða hætti eigi að haga þinghaldi hér. Ég get ekki skilið forseta með öðrum hætti en þeim að meiningin sé að ljúka því máli sem hér er til umræðu og slíta síðan fundi. Miðað við þau svör sem hann hefur tvívegis gefið get ég ekki séð að nokkur önnur skýring sé tæk en sú að ljúka eigi málinu með vísan til þess sem virðulegur forseti sagði um að fimm væru á mælendaskrá en hann vissi ekki hversu lengi þeir töluðu þegar hann var spurður um það með hvaða hætti og hvernig umræðunni og dagskránni skyldi fram haldið.

Ég hlýt því að spyrja virðulegan forseta að því hvort þessi skilningur minn sé réttur, að meiningin sé að ljúka umræðu um þetta dagskrármál og slíta síðan fundi þannig að fleiri mál verði ekki tekin fyrir eða hvort eitthvað annað vakir fyrir virðulegum forseta hvað þetta varðar.