136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:34]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil eindregið taka undir með hv. þm. Jóni Magnússyni sem kom upp áðan og benti á að við ætlum að fara að taka stjórnarskipunina, stjórnarskrána, á dagskrá þegar komið er vel fram á nótt. Er sómi að því, herra forseti? Er mikil bragur að því að ræða mikilvægustu löggjöf okkar Íslendinga um miðja nótt? Við sjálfstæðismenn munum að sjálfsögðu ekki láta deigan síga hvað það varðar en ég á engu að síður eftir að tjá mig frekar um séreignarsparnaðinn.

Enn á herra forseti eftir að svara spurningu frá hv. þm. Jóni Magnússyni, hvort hæstv. forseti muni slíta fundi eftir að umræðu um séreignarsparnaðinn er lokið og hvort hann muni funda með þingflokksformönnum. Þetta er eðlileg ósk þegar líður að miðnætti, það er eðlilegt að þingflokksformenn fundi um framhald dagskrár þingsins.