136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:37]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti hefur ítrekað sagt að hann leggi megináherslu á að ljúka því máli sem hér er til umræðu. Það verður að ráðast af því hvernig það gengur hvað við förum langt með málin. Það er enginn ásetningur um að taka annað mál á dagskrá enn þá en við skulum sjá hvað setur. (Gripið fram í.) Ég held að menn eigi að snúa sér að því að ræða þau mál sem eru á dagskrá og halda þeirri umræðu áfram. Ég hef ítrekað að menn hafa málfrelsi til að nota þann ræðutíma sem þeir eiga rétt á.