136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[14:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í þessu máli voru margar umsagnir á þá leið að þetta gæti orðið hættuleg leið sem ríkisstjórnin legði til, yrði of mikið útstreymi úr lífeyrissjóðunum sem þeir réðu ekki við. Þess vegna legg ég fram tillögu um að horfið verði frá þeirri leið en tekið upp um leið að bæta stöðu þeirra sem raunverulega eru í vanda, sem skulda mikið og nota til þess það fasta fé sem er í séreignarsjóðunum og það verður gert með skuldaskilum þannig að lífeyrissjóðurinn gefur út skuldabréf sem bankinn og skatturinn tekur sem greiðslu og það fer enginn peningur út úr lífeyrissjóðunum og þeir geti vel ráðið við þetta. Þetta held ég að sé mjög góð leið við þessum vanda heimilanna sem eru að missa húsin sín og ég segi já.