136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[14:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Sú leið sem ríkisstjórnin leggur til er afskaplega fátækleg og lítil. Þetta er spurning um 630 þús. kr. sem menn geta fengið greiddar á 10 mánuðum. Það hjálpar engum sem er í vanda, ekki einum einasta. Menn eru að tala um miklu stærri upphæðir þar. Þetta er í rauninni opnun á kerfið og ég varaði við því í umræðum í gær, aftur og aftur, að umsagnaraðilar, þar á meðal seðlabankinn, hinn nýi seðlabankastjóri hefði varað við því að það gætu orðið meiri útgreiðslur úr lífeyrissjóðnum en hann réði við. Þá er traust manna á þeim stofnunum endanlega farið. Ég vona að það gerist ekki. Ég vona svo innilega, herra forseti, að það gerist ekki og í trausti þess styð ég þetta hænufet sem við erum að stíga til að allir geti tekið milljón út úr séreignarsjóðum sínum burt séð frá þörf, herra forseti. Ég segi já.