136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[17:59]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti vill geta þess að tveir af fjórum flutningsmönnum málsins eru staddir í húsinu, (Gripið fram í.) hæstv. fjármálaráðherra og hv. 6. þm. Norðaust. eru í húsinu og annar þeirra í salnum.

En forseti telur sjálfsagt og eðlilegt að gera ráðstafanir til þess að hinir tveir verði kvaddir til þingfundar hið fyrsta og þess óskað að þeir verði viðstaddir umræðuna.