136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[18:04]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti vill segja að ráðherrar eru stundum bundnir við skyldustörf þegar umræður standa yfir og taka verður tillit til þess. En forseti er einnig sammála þeim sjónarmiðum að eðlilegt er að gera kröfu til þess að flutningsmenn séu viðstaddir umræðu, sérstaklega um þýðingarmikil mál. Ég vænti þess að þær skýringar sem gefnar hafa verið og viðvera þeirra flutningsmanna sem tök eiga á fram til klukkan sjö sé nægjanleg og fullnægi óskum hv. þingmanna.