136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

hagsmunir Íslands í loftslagsmálum.

370. mál
[20:00]
Horfa

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tók eftir því í dag, þegar ég var að fylgjast með umræðum, að mín var af og til saknað hérna í þingsal. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem héldu hér ræður, hv. þingmenn Sigurður Kári Kristjánsson, Sturla Böðvarsson, Herdís Þórðardóttir frá Akranesi o.fl., lýstu eftir því að þeim þætti undarlegt að sá sem hér stendur væri ekki í þingsal sem einn af flutningsmönnum þessa máls. Ég get upplýst hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins um að ég horfði á þessar umræður og hlustaði á þær í allan dag, sumir af þeim tóku sig bara ágætlega út í ræðustól (Gripið fram í: Aðrir ekki.) og aðrir ekki eins og gengur. Ég vildi bara láta þessa getið, hæstv. forseti, (Forseti hringir.) af því að menn gerðu við þetta miklar athugasemdir í kvöld.