136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

hagsmunir Íslands í loftslagsmálum.

370. mál
[20:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í mótmælunum nú í vetur var mikið rætt um virðingu Alþingis og mikilvægi þess, og sumum þótti það hafa brugðist. Hér er einn ráðherra farinn að stjórna þinginu og hæstv. forseti virðist bara dansa með. Ég spyr: Er þetta við hæfi?