136. löggjafarþing — 98. fundur,  10. mars 2009.

fundarstjórn.

[20:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í mótmælum vetrarins var vanmáttur Alþingis gagnvart ráðherraræði gagnrýndur en líka gagnvart flokksræði. Hér virðist hafa verið gerður einhver samningur að mér forspurðum sem tekur af mér málfrelsi og gefur hæstv. ráðherra færi á því að flytja einræður og hella yfir okkur skoðunum sem ég má ekki mótmæla. Ég mótmæli þessari fundarstjórn forseta.