136. löggjafarþing — 99. fundur,  11. mars 2009.

uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.

353. mál
[12:53]
Horfa

Herdís Þórðardóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar aðeins að koma hér að uppbyggingu samgöngumannvirkja á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem ég tel að snerti uppbygginguna á Kjalarnesi. Á síðasta ári voru áætlaðar 800 milljónir til breikkunar eða til tvöföldunar á Kjalarnesi og eftir því sem ég best veit hafa samgönguyfirvöld á Stór-Reykjavíkursvæðinu með R-listann í broddi fylkingar ekki komið sér saman um hvar vegtengingin átti að koma upp á Kjalarnesið. Ég tel það mjög miður og bagalegt að þessu verki skuli slegið á frest því að um Kjalarnesið fer alveg ógrynni bíla, ég keyri þar sjálf á hverjum einasta morgni og sé því umferðina. Ég vona (Forseti hringir.) að hæstv. samgönguráðherra sjái til þess að þær framkvæmdir verði ekki stöðvaðar.