136. löggjafarþing — 99. fundur,  11. mars 2009.

fjöldi starfsmanna í umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

377. mál
[13:14]
Horfa

umhverfisráðherra (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er kannski freistandi að svara hv. þingmanni með talnarunu og þá væri runan svona: 28, 29, 29. 21, 20, 21. 80, 85, 63.

En af því að ég er komin hér á annað borð tel ég eðlilegt að ég hafi um þetta örfá orð í viðbót en starfsmenn umhverfisráðuneytisins voru 28 talsins árið 2000 og 2005 voru þeir 29 og þann 1. janúar á þessu ári voru þeir 29 og þar af eru 26 starfsmenn í 100% stöðugildum, tveir í 75% stöðugildum, einn í 67% stöðugildi og einn í 54%.

Hjá Skipulagsstofnun starfaði alls 21 starfsmaður á árinu 2000, 2005 voru þeir 20 og nú starfar þar 21 starfsmaður.

Varðandi fjölda starfsmanna hjá Umhverfisstofnun unnu hjá stofnuninni 2003 80 manns, 85 árið 2005 og nú eru starfsmenn stofnunarinnar 63.