136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[13:58]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti vill taka fram að hann telur eðlilegt að menn óski eftir nærveru 1. flutningsmanns í svo þýðingarmiklu máli. Forseti telur jafnframt eðlilegt að þingmenn sýni skilning á önnum forsætisráðherra á hverjum tíma og það hafa þingmenn gert. Forseti hefur fengið þær upplýsingar að hæstv. forsætisráðherra sé á leið til hússins og komi hér á hverri stundu og spyr hvort menn geti fallist á að umræðan hefjist í því ljósi. Ef svo er mun umræðan hefjast. (Gripið fram í.)

Forseti verður við þeirri ósk og gerir hlé á fundinum um 5 mínútur og er fundi frestað til 5 mínútur yfir tvö.