136. löggjafarþing — 100. fundur,  11. mars 2009.

heimild til samninga um álver í Helguvík.

394. mál
[21:37]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta andsvar stóð alveg sjálft út af fyrir sig. Ég vil þó aðeins bæta því við sem ég gleymdi í ræðunni áðan, fyrst ég hef tækifæri til þess, að ég tel líka ástæðu til þess að umhverfisnefnd fái þetta mál til meðhöndlunar, bæði vegna þess að það skortir umhverfismat á álverið eins og það lítur út núna en ekki síður vegna þess að allt er óljóst um losunarkvótana til þessa fyrirhugaða álvers. Mér sýnist að ef þetta álver verður að veruleika, þó að það sé ekki innan Kyoto-tímabilsins, muni það gleypa allan þann losunarkvóta sem nú er ónýttur, í mörg ár áfram og hugsanlega koma í veg fyrir að við getum hlýðnast samkomulagi um að draga úr losun.