136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

íslensk málstefna.

198. mál
[14:08]
Horfa

menntamálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil leyfa mér að koma hér og fagna afgreiðslu þessa máls og þeirri góðu umræðu sem orðið hefur í þinginu um málstefnuna, bæði í 1. umr. og 2. umr. Ég óska okkur til hamingju með afgreiðslu þessa máls og ég treysti því að við sem hér sitjum vinnum áfram að því að málstefnan muni komast til framkvæmda. Það er mér mikill heiður að fá að vera menntamálaráðherra þegar þessi stefna er samþykkt en um leið óska ég forvera mínum í starfi til hamingju með afgreiðslu þessa máls.