136. löggjafarþing — 101. fundur,  12. mars 2009.

samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

13. mál
[15:04]
Horfa

Frsm. allshn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég þakka góðar undirtektir, að sjálfsögðu þeirra sem undir nefndarálitið skrifa, hv. þm. Sivjar Friðleifsdóttur og hæstv. forseta þingsins, Guðbjarts Hannessonar.

Ég ætla ekki að gera grein fyrir fyrirvara tveggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem undir þetta nefndarálit skrifa. Ég vil þó fullyrða að í þeim fyrirvara felst ekki andstaða við neitt það sem er að finna í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna heldur hugsanlegar efasemdir um það sem fram kemur í nefndarálitinu um tvíeðliskenningu sem lögð er til grundvallar lagatúlkun hér á landi. Eins og fram kom hjá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur náðist einstaklega góð samstaða um þetta mál og afgreiðslu þess í hv. allsherjarnefnd.