136. löggjafarþing — 104. fundur,  16. mars 2009.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 114/2007, um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

361. mál
[16:42]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér eina af þessum frægu tilskipunum Evrópusambandsins. Ég vil benda á að einhverjar svona tilskipanir settu Ísland á hausinn þannig að ég ætla að vona að nefndin hafi fjallað mjög nákvæmlega um þetta og ég minni líka á að þessi tilskipun er sett í gang frá Evrópusambandinu áður en kreppan mikla reið yfir heiminn. Menn hafa ekki tekið mið af því sem þar hefur væntanlega lærst. Ég vona að hv. utanríkismálanefnd hafi farið mjög vendilega ofan í þetta mál, það getur skipt verulegu máli. Hér er einmitt verið að fjalla um mál sem varðar verðbréfasjóði og fjármálamarkað. Það er einmitt það sem klikkaði.