136. löggjafarþing — 105. fundur,  17. mars 2009.

aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda íslenskra heimila og atvinnulífs.

419. mál
[18:37]
Horfa

Karl V. Matthíasson (Fl) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það getur vel verið að hv. þingmanni finnist þetta mál gríðarlega mikilvægt en svo getur verið að öðrum finnist það ekki. (Gripið fram í.) Það getur vel verið að öðrum finnist þetta mál ekki vera mikilvægt. Vel má vera að öðrum finnist það svo arfavitlaust að ekki þurfi að ræða það. Menn flytja hér mál sólarhringum saman, dögum saman, án þess að margir þingmenn mæti, t.d. vegna þess að málið tilheyrir ekki þeirra nefndasviði o.s.frv.

Það er alveg ótrúlegt að bjóða upp á afskriftir upp á fleiri hundruð milljarða án þess að farið sé í einstakt mál. Mér fannst hæstv. forsætisráðherra skjóta þetta mál mjög snyrtilega niður um daginn, á glæsilegan hátt. (Gripið fram í.)