136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

vinna við fjárlög 2010.

[13:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Menn hefðu getað hætt við tónlistarhúsið, það er líka valkostur vegna þess að það brustu allar forsendur fyrir útgjöldum ríkissjóðs en mér sýnist að menn séu að skuldbinda ríkissjóð enn meira en gert var ráð fyrir.

Ég spurði ekki að þessu, ég spurði að því hvernig menn ætli að ná niður hallanum. Ætla menn að gera það með því að hækka skatta, auka tekjurnar? Og spurningin er: Hvar eru hin breiðu bök í núverandi þjóðfélagi? Eru það fyrirtækin sem standa sig svo óskaplega vel? Eru það einstaklingar? Þá er það spurningin: Ef ekki á að hækka skatta, kannski í bland, hvar ætla menn að skera niður? Hvernig ætla menn að fara að því að skera niður og það er eiginlega spurningin sem ég beini til hæstv. ráðherra sérstaklega með hliðsjón af því að í heilbrigðiskerfinu hafa menn verið að hverfa frá sparnaðartillögum sem fyrrverandi hæstv. heilbrigðisráðherra var búinn að setja í gang.