136. löggjafarþing — 108. fundur,  18. mars 2009.

efling kræklingaræktar.

380. mál
[15:10]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Frú forseti. Þetta er eitt af því góða sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag, það að auka atvinnu í kræklingarækt og afla gjaldeyristekna. Það er þetta sem við þurfum að nýta okkur núna, nýta allar auðlindir til sjávar og lands. Það er samt sorglegt að vita um neikvæðni ráðgjafarnefndar hjá AVS-sjóðnum um þessa atvinnugrein og ráðuneytis og annarra opinberra aðila sem hafa komið að þessu. Ein manneskja hjá Hafrannsóknastofnun virðist jákvæð gagnvart þessu og hefur rannsakað þetta.

Frumkvöðlarnir eiga auðvitað heiður skilinn, þeir sem hafa baksað við að gera tilraunir og hafa haldið áfram af litlum efnum en trú á að hægt sé að gera þetta að alvöruatvinnuvegi. Það eigum við að styðja (Forseti hringir.) með ráðum og dáð.