136. löggjafarþing — 111. fundur,  23. mars 2009.

kaup Exista á bréfum í Kaupþingi.

[15:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þá vil ég inna hæstv. viðskiptaráðherra eftir því hvort hann hyggist ekki ganga eftir því hvað gert hafi verið í kjölfarið, hvort stjórn Fjármálaeftirlitsins sem hefur mjög víðtækar heimildir, m.a. til að stöðva rekstur fyrirtækja, hafi ekki kannað málið og gengið eftir því hvað væri að gerast, hvort þessi frétt væri algerlega laus úr lofti gripin eða hvort Exista hafi virkilega verið að strauja upp gengið á Kaupþingi eins og segir í fréttinni.