136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

ESB-aðild – álver í Helguvík.

[13:41]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl):

Herra forseti. Ég ætlaði ekki að tala um Evrópusambandið eða aðild að Evrópusambandinu. Ég ætlaði heldur ekki að tala um þorskkvóta. (Gripið fram í.) Ég ætlaði að tala um Helguvík og ég ætla að spyrja hv. þingmann, formann efnahags- og skattanefndar, hvort það sé ekki ljóst að haldið verði áfram með álverið í Helguvík og við getum treyst því, Suðurnesjamenn, að það verði að lögum á þessu þingi.