136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

embætti sérstaks saksóknara.

393. mál
[16:00]
Horfa

Björn Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hafa leitt það mál til lykta sem hún hefur verið að glíma við frá því við hæstv. utanríkisráðherra áttum í orðaskiptum við upphaf þessa máls og að hún sé sátt við niðurstöðuna. Þau orð sem fram komu í ræðu hennar staðfesta það sem ég sagði að ágreiningur var á milli ráðuneyta um málið og dómsmálaráðuneytið vildi ganga lengra en viðskiptaráðuneytið. Hv. þingmaður hefur nú lesið upp skjöl því til staðfestingar.