136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

embætti sérstaks saksóknara.

393. mál
[16:37]
Horfa

Björn Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Þegar ég kvaddi mér hljóðs var hæstv. dóms- og kirkjumálaráðherra í salnum og ég ætlaði að spyrja ráðherrann um mál varðandi það embætti þannig að ég vil biðja hæstv. forseta að kanna hvort ráðherrann sé hér eða geti komið og verið við umræðuna.

(Forseti (KHG): Ráðherrann er ekki í húsinu en ráðstafanir verða gerðar til að koma boðum til ráðherrans og óska eftir nærveru hans hið fyrsta.)

Á ég að gera hlé á máli mínu og bíða eftir því eða ætlar forseti að gera hlé á fundinum meðan beðið er, eða hvernig á að haga þessu?

(Forseti (KHG): Forseti telur rétt að gera hlé á þessari umræðu og biður hv. þingmann að gera hlé á máli sínu. Á meðan beðið er eftir hæstv. dómsmálaráðherra hyggst forseti freista þess að halda áfram með dagskrá fundarins.)