136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

breyting á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

420. mál
[17:21]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég var búin að gera viðvart um að ég óskaði eftir því að hæstv. umhverfisráðherra yrði á staðnum. Nú er verið að ræða tvö mál sem heyra undir hæstv. umhverfisráðherra og ég vil fá að heyra frá forseta hvernig gengur að fá ráðherra á staðinn. Nú er einn þingmaður stjórnarflokkanna hér, hv. þm. Katrín Júlíusdóttir, en aðrir stjórnarliðar sjást ekki við þessa umræðu sem talin er mjög mikilvæg. Ég dreg ekki úr því og óska eindregið eftir að hæstv. umhverfisráðherra verði við umræðuna. Ég vil fá að heyra frá forseta hvernig gangi að fá hæstv. umhverfisráðherra til að mæta.