136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

náttúruvernd.

362. mál
[17:33]
Horfa

Forseti (Kristinn H. Gunnarsson):

Forseti vill segja að allt orkar tvímælis þá gert er. En eins og málið leit út fyrir forseta var hann búinn að gefa framsögumanni málsins orðið þegar hann varð var við ósk hv. þm. Kjartans Ólafssonar um að fá að taka til máls um fundarstjórn forseta og forseti lítur svo á að slík beiðni rjúfi ekki fyrri ákvörðun um að veita framsögumanni orðið þannig að það stóð.

Hins vegar vill forseti taka fram að hv. þingmaður fékk orðið um fundarstjórn forseta, hann komst að vísu ekki að þegar hann óskaði eftir því en hann kom athugasemd sinni að. Það hefur líka hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir gert og verður það tekið til athugunar.