136. löggjafarþing — 112. fundur,  24. mars 2009.

náttúruvernd.

362. mál
[18:23]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þetta svar. Ég veit að hæstv. ráðherra hefur allan metnað til þess að sníða reglurnar þannig að komið sé til móts við þessi sjónarmið. En hæstv. ráðherra svaraði ekki þeim athugasemdum sem komu frá Landvarðafélaginu, um að landverðir séu þeir einu sem þurfi að greiða fyrir námskeið sem eru beinlínis aðgöngumiði að starfi þeirra og fara í rauninni á námskeiðin á vegum þessara stofnana. Ég vildi fá að heyra sjónarmið hæstv. ráðherra hvað þetta varðar því að þetta er, a.m.k. eins og það birtist í umsögn þeirra, býsna sérkennileg útfærsla á þessu og spurning af hverju landverðir fá ekki þá starfsþjálfun í starfi sínu hjá þessum stofnunum eins og aðrar starfsstéttir.