136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

fundarstjórn.

[00:07]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það hlýtur að vera stóra spurningin núna hversu nóttin endist. Það hefur gengið býsna vel á dagskrána í dag. En það hefur komið fram að menn eru orðnir býsna lúnir. Nefndarformenn, sem hafa þurft að standa hér og passa upp á mál lengi dags, hafa bent á að það væri ekki nægilega gott þegar menn væru orðnir svo þreyttir að þeir færu að rugla saman málum og hlutirnir ganga ekki alveg eðlilega fyrir sig þegar menn eru orðnir svona lúnir.

Á það er líka bent að það verða nefndafundir í fyrramálið sem þingmenn þurfa að taka þátt í og það hlýtur að vera spurning hvort það er meining (Forseti hringir.) hæstv. forseta að óska eftir því að þeim fundum verði frestað.