136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

fundarstjórn.

[00:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Það er rétt sem fram kom í máli forseta áðan að hér var samþykkt með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar að heimilt væri að halda áfram fram yfir miðnætti. Ég minni hæstv. forseta á að það var heimild en ekki skylda. Það er í mati forseta hvort hann nýtir þetta eða hversu lengi. Ég verð að taka undir með þeim sem hér hafa talað og vakið athygli á því að fundurinn er búinn að dragast lengi. Hér hefur gengið töluvert á dagskrána.

En það er eðlilegt að spurt sé á þessari stundu hversu lengi forseti hyggist halda áfram. Svör hans voru ekki mjög skýr hvað það varðar og því finnst mér rétt að ganga aðeins betur eftir því.

Eins langar mig til að spyrja hvaða áform séu (Forseti hringir.) um þinghaldið fram undan ef það liggur svo mikið á að klára þau mál sem eru á dagskrá (Forseti hringir.) í kvöld eða nótt. Er það í einhverju (Forseti hringir.) samhengi við áformuð þinglok? Hefur forseti einhverjar upplýsingar að færa okkur þingmönnum (Forseti hringir.) í því sambandi?