136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

fundarstjórn.

[00:17]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það er alveg makalaust hvað mönnum finnst það leitt að rætt sé um þau mál ríkisstjórnarinnar sem verið hafa til umræðu. Það er nú meiri óskapaviðkvæmnin sem grípur fólk þannig að það sé með einhver fúkyrði yfir því að hér fari fram málefnaleg umræða. Það er svo fjarri því að hér hafi verið haldið uppi einhverju málþófi eða talað lengi um mál. Ég get upplýst hæstv. iðnaðarráðherra, sem er margreyndur í málþófi hér á Alþingi, um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu haldið uppi málþófi. Við erum 26 og við hefðum getað staðið hér og rætt eitt mál allan þann tíma sem við höfum haft núna en við erum komin í 17. mál. (Forseti hringir.) Það getur ekki talist (Forseti hringir.) málþóf og ég vil jafnframt spyrja (Forseti hringir.) hæstv. forseti, af því að hæstv. ráðherra nefndi að hann væri í minnihlutastjórn (Forseti hringir.) sem semja þyrfti um niðurstöður mála: (Forseti hringir.) Var það samningurinn við Framsóknarflokkinn að mæta ekki (Forseti hringir.) til Alþingis? Það væri gott að fá þær upplýsingar frá hæstv. iðnaðarráðherra.