136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[01:43]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þau orð sem féllu af vörum hv. þm. Árna Páls Árnasonar lýsa honum best — af því má sjá hvernig menn vinna, hverjar skoðanir menn hafa og hvernig menn leyfa sér að tala hér í þingsal. Það lýsir þingmanninum hvernig það er gert af hans hálfu.

Ég vil skora á hv. þingmann að fara yfir þær umræður sem átt hafa sér stað hér í dag og benda á það hvar málþóf hefur átt sér stað af hendi okkar sjálfstæðismanna því að þess sér ekki stað. Umræður hafa verið málefnalegar og það hefur verið rætt — þeir þingmenn sem hafa komið að málum. Ég frábið mér að verið sé að halda uppi (Forseti hringir.) umræðum um að hér sé málþóf.