136. löggjafarþing — 112. fundur,  25. mars 2009.

skaðabótalög.

438. mál
[02:10]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka bara það sem ég sagði áðan að ég lýsi því hér yfir að hv. allsherjarnefnd, allir þeir sem flytja þetta mál hér, eru á einu máli með hv. þm. Pétri Blöndal um að endurskoða þarf skaðabótalöggjöfina, en við berjum ekki höfðinu við steininn. Við gerum okkur grein fyrir því að við höfum ekki tíma til þess fyrir vorið. Við erum að reyna að koma þessu mikla réttlætismáli í gegn á þeim örfáu dögum sem við höfum til stefnu. Það er enginn skaði skeður, þvert á móti, hv. þm. Pétur Blöndal, það er mikið réttlætismál að leiðrétta þann órétt sem þessi hópur býr við.