136. löggjafarþing — 113. fundur,  25. mars 2009.

fæðingar í Vestmannaeyjum.

441. mál
[14:15]
Horfa

Björk Guðjónsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Þar sem ég hef átt orðastað við hæstv. heilbrigðisráðherra úr þessum ræðustóli varðandi Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, m.a. um nýtingu á skurðstofum, vil ég fagna því að gengið hefur verið til baka með þær breytingar sem áttu að verða og að vaktþjónustu á skurðdeildum verði haldið áfram. Það má ekki bara eyða peningum, það þarf að skera niður við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Sé það rétt, sem ég las út úr frétt í Morgunblaðinu í morgun, að niðurskurðurinn náist með því að starfsfólk taki á sig launaskerðingu og aukið álag verð ég að segja að ég ber mikla virðingu fyrir starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem leggur slíkt á sig í þágu almennings á Suðurnesjum.