136. löggjafarþing — 113. fundur,  25. mars 2009.

fæðingar í Vestmannaeyjum.

441. mál
[14:16]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það er rétt að árétta varðandi þær tvær heilbrigðisstofnanir sem nefndar hafa verið að það er aldrei öruggt með flug frá Vestmannaeyjum þó að vél sé staðsett þar þegar veðuraðstæður eru þannig. Það er aldrei öruggt, það er ekki rétt að halda því fram. Það er þess vegna mikið í húfi að þessi lágmarksþjónusta sé tryggð (Gripið fram í.) og hún er ekki tryggð nema þessi þjónusta sé til staðar. Sérstaða Vestmannaeyja er mjög klár og kvitt, það er ekki vegasamband við fastalandið og til þess verður að taka tillit.

Varðandi heilbrigðisþjónustuna á Suðurnesjum er það hlutur sem bögglast hefur verið með of lengi og þarf að taka snarpari tökum. Sparnaðurinn má ekki vera þannig að það sé eingöngu starfsfólk stofnunarinnar sem tekur á sig byrðar. (Forseti hringir.) Það verður líka að horfa til þess, hæstv. heilbrigðisráðherra.