136. löggjafarþing — 116. fundur,  25. mars 2009.

listamannalaun.

406. mál
[19:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir að fjölga störfum hjá ríkinu, þ.e. fjölga ríkisstarfsmönnum væntanlega. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvar sé gert ráð fyrir þessu á fjárlögum og hvort svona útgjöld — sem væntanlega kemur fram sem skuld af því að það eru ekki til peningar í ríkissjóði — koma þá ekki fram sem krafa á börnin okkar, hvort ekki sé nægilega mikið á þau lagt þó ekki sé verið að bæta á þau með þessum hætti.