136. löggjafarþing — 116. fundur,  25. mars 2009.

Bjargráðasjóður.

413. mál
[21:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ríkisvæðing félagshyggjunnar er ekki góð. Þegar fólk binst samtökum og stofnaði stéttarfélög í árdaga var það mjög góð og mjög nytsöm og þörf félagshyggja. En þegar stéttarfélögin stofnanagerðust og eignuðust hluti í lífeyrissjóðum og fóru að hugsa miklu meira um fjármagn og annað slíkt og sjóði þá hætti félagshyggjan. Hún var ríkisgerð og hún var stofnanagerð. Ég óttast það, þó að ég þekki það ekki nákvæmlega, að Bjargráðasjóður sé eins. Hvernig stendur eiginlega á þessum mikla kostnaði hjá þessum sjóði? Hvað er hann eiginlega að gera? Hann borgar styrki upp á 74 millj. og það kostar 20–25 millj. að borga þessa styrki. Hvað er eiginlega að í þessu? Er þetta sú félagshyggja sem hv. þingmaður vill? Ég mótmæli því. Ég tel mjög margt þarft í félagshyggju en stofnanagerð og ríkisvædd félagshyggja þar sem menn eru komnir á jötuna og byrja á því að mjólka ríkissjóð og þegar þetta er orðið stofnun fer ljóminn af þessari félagshyggju.