136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:50]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég tel í hæsta máta eðlilegt að Alþingi ræði þær skýrslur sem hér er verið að nefna, skýrslu utanríkisráðherra, skýrslu umboðsmanns Alþingis og skýrslu alþjóðanefnda og það sé bara hluti af eðlilegum þingstörfum. Ég vitna til orða hæstv. forseta að þetta kom til tals á fundi með þingflokksformönnum fyrr í dag og gert er ráð fyrir að málið verði síðan skoðað í ljósi framvindu þingsins.

Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn lofar hér inngöngu í NATO og forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa verið að biðjast afsökunar á hinum og þessum misgjörðum eða óheppni í verkum á undanförnum árum þá velti ég því fyrir mér hvenær Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að biðjast afsökunar á hlut sínum í innrásinni í Írak. Ég held að það sé orðið fyllilega tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar á því að (Forseti hringir.) hafa dregið Ísland með á lista viljugra þjóða í innrásinni í Írak. (Forseti hringir.) Hvenær fáum við þá afsökunarbeiðni, herra forseti?