136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[15:53]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé rétt að halda því til haga að það var tekið upp á fundi formanna þingflokka að hér skyldu ræddar skýrslur þær sem lögbundið er að séu ræddar hér í þinginu. Ég reikna með því, miðað við þær undirtektir sem hér hafa orðið við því að ræða skýrslu utanríkisráðherra, að hún verði rædd hér mjög ítarlega af því að það var boðað að það þyrfti að fara í grundvallarumræðu um ýmis merk utanríkismál.

Ég vil benda á að það er lögbundið að þessar skýrslur séu ræddar og þess vegna hlýt ég að reikna með því að forseti taki þessar ábendingar alvarlega og að skýrslurnar verði ræddar og það væri þá gott að fá skýr svör frá hæstv. forseta um hver áform hans eru í því efni.