136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[16:03]
Horfa

Forseti (Guðbjartur Hannesson):

Forseti vill að gefnu tilefni skýra frá því að hann gerði formönnum þingflokka grein fyrir því að hér ætti að vera þingfundur í þessari viku samkvæmt dagskrá. Gert verður ráð fyrir kvöldfundum og vill forseti vekja athygli á því að þingmönnum ber að sækja þingfundi og mál verða tekin á dagskrá eftir því sem þau liggja fyrir og eftir því sem tækifæri gefst til í umræðunni.

Forseti ræður ekki hversu lengi menn ræða mál eða hversu lengi fundir dragast þannig að það verður að taka afstöðu til þess jafnóðum og þetta skýrist. Þannig að það liggur hreinlega fyrir hvenær fundartímar verða í vikunni og eitt af þeim málum sem liggur fyrir er að fá leyfi til að halda fundi hér fram eftir kvöldi ef þingheimur heimilar það.