136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

umræða um utanríkismál.

[16:13]
Horfa

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Í ljósi orða hæstv. forseta hér áðan vil ég taka fram að áherslur þingflokks sjálfstæðismanna hafa ekkert breyst í þá veru að auðvitað viljum við leggja áherslu á málefni heimila og fyrirtækja í landinu.

En á hinn bóginn er það þannig og á það hefur verið bent hér í dag að ákveðin lagaskylda liggur við að ræða skýrslur utanríkisráðherra, Ríkisendurskoðunar og umboðsmanns Alþingis. Við viljum halda lögum og reglum á þessu þingi og þess vegna viljum við benda á þetta og leggjum þunga áherslu á að við höldum áfram þeim störfum og tekið sé tillit til orða okkar og hæstv. forseti virði lögin í landinu.