136. löggjafarþing — 117. fundur,  30. mars 2009.

rannsóknarstofnun um utanríkis- og öryggismál.

20. mál
[16:37]
Horfa

Valgerður Sverrisdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er komin til lokaafgreiðslu þingsályktunartillaga sem er flutt af okkur þingmönnum Framsóknarflokksins og ég er 1. flutningsmaður og lýsi mikilli ánægju með að þessi tillaga skuli vera komin til lokaafgreiðslu. Í raun er hún ekki í upphaflegu formi og hef ég ekkert út á það að setja. Tillagan er flutt snemma þessa vetrar áður en ósköpin skullu á og þess vegna er eðlilegt að álykta með þeim hætti sem hér er lagt til, þ.e. að þessari rannsóknarstofnun skuli ekki umsvifalaust komið á fót heldur er sagt hér, með leyfi forseta:

„kanna grundvöll þess að setja á stofn sjálfstætt rannsóknarsetur á sviði utanríkis- og öryggismála.“

Ég held að sé mjög eðlilegt svigrúm en það væri mjög áhugavert ef slíkt setur gæti komist hér á legg þar sem Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu á þessu sviði.